Allt fyrir fagfólkið

Heildarlausnir fyrir fagfólk

Innnes kappkostar að bjóða upp á heildarlausnir fyrir allt fagfólk og fyrirtæki í matvælageiranum. Það er aukin krafa frá aðilum á markaðinum að geta hagað sínum viðskiptum þannig að í amstri dagsins sé starfsfólki og innkaupamönnum gert kleift að leita til birgja sem bjóða upp á sem breiðast úrval af lausnum svo að spara megi dýrmætan tíma.

Við hjá Innnes leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Fagfólk vill tala við fagfólk sem skilur þarfirnar. Í okkar liði höfum við á að skipa fagfólki á flestum sviðum; matreiðslumenn, þjóna, bakara og matvælafræðinga. Okkar fagfólk leggur sig í hvívetna fram við að leiðbeina viðskiptavinum okkar um meðferð og notkun á þeim vörum sem við bjóðum upp á og tillögur um heildarlausnir sem henta hverjum og einum. Hvort sem um er að ræða mötuneyti sem sækist eftir þemadögum eða veitingahúsum með ráðgjöf í hráefnisvali við gerð matseðla þá sinnum við öllum vel, bæði leikskólum, stjörnum prýddum veitingastöðum, hótelum eða litlum gististöðum út á landi. Við erum til fyrir viðskiptavini okkar, það er enginn of smár eða of stór. Við tökum öllum áskorunum fagnandi til að auðga okkar vöruúval og þjónustu.

Innnes býður upp á alla helstu lykilvöruflokka sem þarf til að vera leiðandi þjónustuaðili á þessum markaði hvort sem um er að ræða olíu, kornvörur, niðursuðuvörur, grænmeti, ávexti eða kjöt og fisk.

stóreldhúsið

Kokkur að störfum

Grænmeti og ávextir

Innnes sér um sölu og dreifingu á grænmeti og ávöxtum í samstarfi við Búr ehf. Það hefur sýnt sig að þessi lausn hentar mörgum af okkar viðskiptavinum ákaflega vel sem hafa séð sér aukinn hag í að taka þennan stóra vöruflokk ásamt öðrum vörum frá Innnes.

Í samfélagi þar sem hávær krafa er uppi um bestu gæði, góða nýtingu hráefnis ásamt óskum um sífelldar nýjungar og hentugar lausnir hefur Innnes upp á að bjóða gríðarlega fjölbreytt úrval í frosnu brauði og eftirréttum. Það hefur sýnt sig að gæðin sem felast í forbökuðum vörum og sú hámarksnýting sem er samfara þeim er að skila sér ákaflega vel út til okkar viðskiptavina.

Innnes er leiðandi á íslenskum markaði í innflutningi á fisk- og kjötvörum. Við bjóðum upp á gríðarlega fjölbreytt úrval af kjötvörum, kjúklingur, önd, nautakjöt og þurrkaðar skinkur og pylsur frá Suður-Evrópu eru þar á meðal. Með innflutningi sínum á kjötvörum hefur Innnes stuðlað að jákvæðum breytingum á íslenskum markaði, t.d. með því að vera fyrst íslenskra fyrirtækja til að bjóða upp á ósprautaðan og lífrænt ræktaðan kjúkling sem hefur síðan orðið til þess að veita íslenskum framleiðendum aðhald og bætt fjölbreytileika á matvörumarkaðinum.

Innnes er stoltur samstarfsaðili fjölmargra fagsambanda, svo sem landsliðs matreiðslumeistara og Boucuse d‘or akademíu Íslands.

Með gleði og fagmennsku gerir Innnes daginn girnilegri.

Uppskriftir fyrir mötuneyti