Viðskiptaskilmálar Innnes ehf.
Hið selda er eign seljanda þar til reikningur er að fullu greiddur. Upplýsingum um útgáfu reiknings, fjárhæð hans og hvenær hann verður greiddur, verður miðlað áfram í greiðsluhegðunarkerfi CreditInfo Lánstrausts hf. Innnes ehf er heimilt að tilkynna um vanskil til CreditInfo, til skráningar á skrá CreditInfo yfir vanskil o.fl. Vinsamlega greiðið fyrir gjalddaga. Dráttarvextir verða reiknaðir á gjaldfallnar skuldir. Vörur seljanda eru seldar án skilaréttar. Athugasemdir vegna reikninga, vöruskemmda, ranglega afgreiddrar vöru, vöruvöntunar, ástands eða líftíma vöru þurfa að berast innan 10 daga frá dagsetningu reiknings, annars telst reikningurinn, svo og magn, ástand og líftími vörunnar samþykktur. Vörur eru skilahæfar ef þær voru skemmdar, gallaðar eða með of stuttan líftíma við afhendingu, enda hafi viðskiptavinur kvartað um slíkt innan 10 daga frá afhendingu. Einnig má skila vöru ef röng vara var seld eða of mikið af henni var afgreitt. Vara er í engum tilfellum skilahæf hafi kaupandi verðmerkt hana ranglega, skemmt eða rýrt að öðru leyti sjálfur. Kaupandi skal greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu samkvæmt (kaup-/sölu-/leigu-) samningi í samræmi við gjaldskrá (t.d. banka).
Meðferð persónuupplýsinga
Með kaupum á vörum og þjónustu samþykkir þú skilmála Innnes varðandi söfnun og vinnslu á persónuupplýsingum.
Innnes skuldbindur sig, í tilvikum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar s.s. vegna starfsumsókna, pantana á vörum, styrktarbeiðna eða í tengslum við markaðssetningu félagsins eða leiki, þar sem viðskiptavinur þarf mögulega að skrá nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, síma eða aðrar persónuupplýsingar, til að meðhöndla þær í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Framangreindar upplýsingar eru varðveittar á öruggan og tryggan hátt og verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum án samþykkis aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Þú átt rétt á og getur óskað eftir upplýsingum um atriði eins og hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig, hverjir hafa aðgang að þeim, hvernig þær séu unnar og hvernig þær séu uppfærðar og/eða leiðréttar með því að senda fyrirspurn á personuvernd@innnes.is. Innnesi er heimilt að miðla persónuupplýsingum um þig til þriðja aðila sem er þjónustuaðili, verktaki eða umboðsmaður Innnes í þeim tilgangi að veita þér vöru eða þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Innnesi er einnig heimilt, til verndar brýnum lögvörðum hagsmunum, að deila upplýsingum t.d. vegna innheimtu á vanskilakröfu.
Innnes áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum. Er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum félagsins sem besta þjónustu.
Lög og varnarþing
Íslensk lög skulu gilda um skilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Innnes gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Innnes og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.
Smelltu hér til að kynna þér persónuverndarstefnu Innnes ehf.