Project Description

Toblerone ís

Innihald:
  • 5 eggjarauður
  • 5 msk. sykur
  • 150 g Toblerone, brætt
  • 5 dl rjómi, þeyttur
  • 100 g Toblerone, fínsaxað
Aðferð:
  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
  2. Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.
  3. Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.
  4. Frystið í a.m.k. 4 klst.

Hér má sjá myndband af Toblerone ís uppskrift